Lendingar á Siglufjarðarflugvelli

Þessi einshreyfils Cessna lenti á Siglufjarðarflugvelli um síðustu helgi. Völlurinn opnaði fyrir flugumferð síðla sumars eftir að Samgöngustofa skráði völlinn sem lendingarstað. Menn máttu loksins lenda formlega aftur á Siglufjarðarflugvelli, en á eigin ábyrgð. Nú er þó hvergi að finna upplýsingar um Siglufjarðarflugvöll á vef ISAVIA eða í Flugmálahandbók Samgöngustofu yfir flugvelli skráða sem lendingarstaði, sem er gefin út 14. september 2018.