Lélegt hús fæst fyrir lítið í Ólafsfirði

Húsið að Kirkjuvegi 4 í Ólafsfirði hefur verið til sölu og umræðu í nokkrun tíma.  Húsið sem stendur bakvið Arion banka í Ólafsfirði og er mjög illa farið og er nú auglýst að það fáist fyrir lítið, en kvaðir liggja á að uppgerð hefjist sem fyrst á eigninni sem inniheldur tvær íbúðir. Húsið er byggt árið 1923 og er 322 fm að stærð.

Árið 2011 óskaði bæjarráð Fjallabyggðar eftir því að rífa niður húsið, en því var hafnað þar sem Fjallabyggð hafði fengið úthlutað 1 milljón frá Húsfriðunarnefnd til að framkvæma byggða- og húsakönnun í Ólafsfirði.

5d7e7ec98170d9554a3fabd5297f5a6df9b1a813 f7a7a78e5b66bab90a4ecdf3e793bec51f48e825