Léleg flokkun á sorpi í Fjallabyggð reynist dýr

Flokkun á sorpi ekki nægilega góð í Fjallabyggð en einungis 42% flokkun er á Siglufirði en 48% í Ólafsfirði.  Léleg flokkun er mjög kostnaðarsöm fyrir sveitarfélagið en raunkostnaður við sorphirðu er ca. 45.000 þús. kr. á heimili í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð greinir frá þessu.