Laust fyrir hádegi í dag barst viðbragðsaðilum á Akureyri tilkynning um að kajak ræðari gæti verið í vandræðum í Eyjafirði, norðaustur frá athafnasvæði Slippsins á Akureyri.
Óskað var strax liðsinnis frá björgunarsveitum í Eyjafirði og var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri. Var umrætt svæði leitað en enginn fannst kajakræðarinn þá voru önnur svæði einnig leituð. Líklega hefur verið um einhverskonar missýn tilkynnanda að ræða og hefur lögreglu ekki borist nein tilkynning um að aðila sé saknað.
Leit var hætt um 90 mínútum eftir tilkynntan tíma.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.