Leitin að hvítabirninum lokið

Leitin af hvítabirninum á Melrakkasléttu lauk um klukkan 16:30 í dag samkvæmt tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þyrla landhelgisgæslunnar ásamt lögreglu flaug yfir svæðið frá þeim punkti þar sem talið var að sést hafi til hvítabjarnarins. Leitað var vel yfir svæðið, austur og vestur yfir Melrakkasléttuna, inn í land og meðfram ströndinni en ekkert hefur sést til hvítabjarnarins. Leit er því lokið að sinni.