Leitin að manninum á Siglufirði sem leitað hefur verið að undanfarna daga bar engan árangur í dag. Leitað var á sjónum í dag meðan bjart var. Um þrjátíu manns tóku þátt í leitinni á sjö slöngubátum.

Á morgun verður leitað meðan bjart er og á sunnudag einnig og mun, að sögn lögreglunnar í Fjallabyggð, töluverður fjöldi manns taka þátt í leitinni þá daga en leitarumfang verður svo endurmetið í kjölfarið ef maðurinn finnst ekki. Þetta kemur fram á mbl.is