Leitað var í dag á Siglufirði

Grétar enn ófundinn - 50 manns halda áfram leit í dag

Leitin að Grétari Guðfinnssyni á Siglufirði hefur engan árangur borið en leitað hefur verið að honum frá því á miðvikudag.  Í dag voru fjörur gengnar og leitað á sjó auk þess sem kafarar voru að störfum.  Leit var hætt á sjötta tímanum í dag en menn munu aftur hefjast handa við birtingu í fyrramálið að sögn lögreglu.

Á fimmtudag fundu björgunarsveitarmenn úlpu, húfu, veski og síma Grétars.  Engar aðrar vísbendingar hafa borist. Ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað.