Stærsta hæfileikakeppni heims teygir nú anga sína til Íslands og verða fulltrúar hennar á Akureyri í næstu viku í leit að hæfileikaríku fólki. Áheyrnarprufur fara fram í Rósenborg á Akureyri sunnudaginn 6. október og hefjast kl. 10.

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og er Auðunn Blöndal kynnir þáttarins.  Leitað er að fólki á öllum aldri til að taka þátt í “Ísland Got Talent” og verðlaunin fyrir siguratriðið 10 milljónir króna.

Dómarar þáttarins eru Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.