Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur óskað eftir tillögu að fjórum fulltrúum frá hverju sveitarfélagi í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024, tveimur karlkyns og tveimur kvenkyns fulltrúum. Annars vegar óskar SSNE eftir tveimur fulltrúum af pólitískum vettvangi og hins vegar tveimur utan þess vettvangs, þ.e. “ópólitískum” fulltrúum sveitarfélagsins.
Fjallabyggð óskar eftir áhugasömum einstakingum til að fylla tvö sæti ópólitískra fulltrúa í samráðsvettvangnum. Óskað er eftir karli og konu. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Fjallabyggðar í gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is