Nýji meirihlutinn í Fjallabyggð hyggst leita að nýjum bæjarstjóra samkvæmt málefnasamningi sem hefur verið undirritaður. Framboðin ætla leita og koma með tillögur að nýjum bæjarstjóra í Fjallabyggð. Náist ekki samkomulag um bæjarstjóra fyrir 30. júní, þá verður staðan auglýst. Verði staðan auglýst þá verður skipaður starfshópur með fjórum aðilum, tveir frá hvorum flokki sem fer yfir umsóknir og sendir frá sér tillögur bestu ráðningunni í starfið.