Leikur KF og Hauka færður á Dalvíkurvöll

KF og Haukar mætast í kvöld kl. 19:15 í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á gervigrasinu á Dalvík þar sem Ólafsfjarðarvöllur er óleikhæfur vegna mikilla rignina á svæðinu. Stórir pollar eru á Ólafsfjarðarvelli og hefur KSÍ því staðfest að leikurinn fari fram á Dalvíkurvelli.

Í liði Hauka er Valur Reykjalín Þrastarson sem er uppalinn hjá KF, en skipti yfir í Hauka í byrjun árs. Hann hefur leikið fjóra leiki fyrir Hauka á deild og bikar í ár. Haukar afa tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum og mæta því ákveðnir til leiks.

Mynd frá Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.