Leikskólinn á Dalvík opnaði aftur í morgun
Leikskólinn Krílakot í Dalvíkurbyggð opnaði aftur í morgun eftir stutta lokun vegna covid. Leikskólinn verður framvegis opinn frá kl. 07:45-15:45 þangað til annað verður auglýst. . Í leikskólann mega þeir koma sem fóru í 7 daga sýnatöku og fengu úr því skorið að þeir væru ekki með covid-19. Þeir sem ekki fóru í sýnatöku verða að klár 14 daga sóttkví áður en þeir mæta
Krílakoti er nú skipt upp í fimm sóttvarnarhólf. Í því felst að búa til nýja deild í sal og búa til fimm kaffistofur fyrir starfsmenn skólans.
Þar sem fjölgað er í sóttvarnarhólfum þá fá einhverjar deildir nýjan inngang.
- Hólakot kemur inn um aðalinngang,
- Kátakot kemur inn um inngang sem snýr að bílastæðinu
- Mánakot kemur inn um starfsmanna inngang en þessi deild flytur í salinn
- Sólkot kemur inn um svalarhurðir (hurðir beint inná deidir við hliðina á aðalinngangi)
- Skýjaborg kemur inn um sinn inngang
Minnt er að allir foreldrar eiga að vera með grímur og virða 2ja metra fjarlægðarmörk.