Leikskólar Fjallabyggðar loka ef til verkfalls kemur

Það er ljóst að leikskólar Fjallabygggðar munu loka á mánudaginn komi til verkfalls Leikskólakennara. Allir Deildarstjórar eru í Félagi Leikskólakennara og munu því allar deildar loka komi til verkfalls eins og útlit er fyrir.

Einnig liggur fyrir að leikskólar í  Skagafirði muni loka komi til verkfalls en eru þeir þrír talsins.