Leikskólakennarar óskast á Sauðárkróki

Leikskólakennarar óskast í tvær 100% stöður við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Um tímabundin störf er að ræða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra fyrst. Ef engar umsóknir berast frá leikskólakennurum þá kemur til greina að ráða ófaglærða til starfa.  Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2016.

Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Arna Ingólfsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 455-6090 eða með því að senda fyrirspurn á solveigarna@skagafjordur.is. Hægt er að sækja um á skagafjordur.is.