Fjallabyggð mun fella niður leikskólagjöld vegna skerðingar á vistun barna í verkfalli BSRB og aðildarfélaga þeirra. Leikskólagjöldin verða leiðrétt í samræmi við þær skerðingar sem börnin verða fyrir. Leiðrétting mun koma fram á næstu leikskólagjöldum.