Samtökin Vintri-Hægri-Vinstri ætla sér fræða yngstu grunnskólanemendur landsins um hætturnar sem leynast í umferðinni.
Vinstri-Hægri-Vinstri er tuttugu mínútna langt leikrit. Farið er í allar grunnreglur umferðarinnar. Hvernig á að fara yfir götu, hvernig á að haga sér í bíl og hvað þarf að passa upp á þegar farið er út að hjóla.
Ætlunin er að fara með verkið í hvern einasta grunnskóla á landinu og fræða yngstu börnin um helstu hættur umferðarinnar. Eftir hverja sýningu eru umræður milli persóna og áhorfenda. Umferðarstofa er í samstarfi um verkefnið og var handritið unnið í samvinnu við fagmenn sem þar vinna. Áætlað er að heimsækja alla skóla á Íslandi á tímabilinu 1. september 2013 til 15. febrúar 2014.