Leiknir og KF keppa í dag

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur við Leikni frá Reykjavík á Leiknisvelli í dag kl. 16. Er þetta leikur í 2. umferð karla í 1. deild karla í knattspyrnu. KF er enn án stiga eftir eina umferð og þarf á stigum að halda. Leiknir gerði hins vegar jafntefli í sínum fyrsta leik.

Fyrri leikir:
Leiknir og KF hafa ekki keppt áður í deildarleik undir núverandi nafni KF. En Leiftur / KS sem urðu að KF léku við Leiknir árið 2008 og höfðu Leiknismenn sigur í bæði skiptin. Í síðari leiknum vann Leiknir 6-1 á Ólafsfirði. Leiknir og KF mættust í vetur í deilarbikarnum og sigraði Leiknir 6-0.