Leikmaður KF valinn í æfingahóp U21

Halldór Ingvar Guðmundsson markmaður meistaraflokks Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hefur verið valinn í æfingahóp undir 21 árs landsliðsins í knattspyrnu. Halldór er einn af þremur markvörðum sem valdir voru í æfingahópinn. Æfingar verða í Reykjavík næstu helgi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Halldór og KF.

Heimild: kfbolti.is