Leikmaður KF leggur skóna á hilluna

Agnar Þór Sveinsson leikmaður KF hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og var leikurinn gegn Hamar í Hveragerði hans síðasti fyrir KF. Agnar er fæddur árið 1976 og lék 334 leiki í meistaraflokki og er orðinn lifandi goðsögn í knattspyrnusögu Fjallabyggðar en hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 1992.  Agnar spilaði 22 leiki í sumar og skoraði 3 mörk í þeim.

Agnar Þór lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 1992 gegn Völsungi þá aðeins fimmtán ára gamall. Leikurinn gegn Hamri var númer 334 í röðinni og eru þeir nánast allir fyrir knattspyrnuliðin í Fjallabyggð.  Þá lék hann í eitt ár fyrir Tindastól og spilaði um 20 leiki þar. Flesta leikina lék hann fyrir KS en hann lék síðan að sjálfsögðu einnig fyrir sameiginlegt lið KS/Leifturs og síðan KF þegar það var stofnað árið 2010.

Nánar um fréttina má lesa á kfbolti.is hér.