Leikmaður BF valinn í U17 landsliðið

Agnar Óli Grétarsson ungur leikmaður meistaraflokks Blakfélags Fjallabyggðar hefur verið valinn í lokahóp U17 landsliðsins í blaki, sem keppir í Danmörku dagana 18.-20. október næstkomandi. Þá eru fjórir strákar úr Völsungi einnig valdir.

Auk Íslands er Danmörk, Færeyjar og Noregur á mótinu.

Þjálfarar U17 drengja eru Massimo Pistoia og Hafsteinn Valdimarsson. Þeir hafa valið 12 manna lokahóp

Sverrir Bjarki Svavarsson, Vestri
Sigurður Kári Harðarson, HK
Magni Þórhallsson, Afturelding
Jökull Jóhannsson, HK
Jakob Kristjánsson, Þróttur N
Hreinn Kári Ólafsson, Völsungur
Aron Bjarki Kristjánsson, Völsungur
Emil Már Diatlovic, HK
Gunnar Trausti Ægisson, Keflavík
Agnar Óli Grétarsson, BF
Sigurður Helgi Brynjúlfsson, Völsungur
Hjalti Karl Jónsson, Völsungur