Leiklistarskóli Bandalagsins starfar á þessu ári er frá 14. til 22. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl.

Í ár er það markmið okkar að bjóða upp á fjölbreytt námskeið fyrir byrjendur jafnt sem og þá sem vilja treysta enn frekar þekkingu sína og reynslu. Til okkar koma þrautreyndir og þekktir kennarar sem hafa allir kennt hjá okkur áður við góðan orðstír. Ágústa Skúladóttir mun fara með byrjendum í öll grunnatriði í list leikarans á námskeiðinu Leiklist I.

Rúnar Guðbrandsson verður með sérnámskeið fyrir lengra komna leikara með svipuðu sniði og boðið hefur verið upp á áður. Rúnar mun kynna mismunandi leikstíla og láta nemendur glíma við ólíkar aðferðir við að greina og túlka leikverk. Þá mun Karl Ágúst Úlfsson leiða leikskáldin áfram á sköpunarbrautinni á námskeiðinu Leikritun II.

Nánar má lesa hér.