Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu í Ólafsfirði

Leikhópurinn Lotta sýnir Rauðhettu í Ólafsfirði, í Menningarhúsinu Tjarnarborg fimmtudaginn 31. janúar. Sýningin hefst klukkan 17.30.
Stórskemmtilegur söngleikur fyrir alla fjölskylduna með Rauðhettu og úlfinum, Hans og Grétu og grísunum þremur. Frumleg ævintýrablanda í boði Lottu sem hefur hlotið frábærar viðtökur.

Miðasala er á Tix.is, og kostar miðinn 2900 kr.