Leikhópurinn Lotta sýnir Bakkabræður í Íþróttahúsinu á Siglufirði í dag

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Lotta hefur sérhæft sig í utandyra sýningum á sumrin og ferðast nú 14. sumarið í röð með glænýjan fjölskyldusöngleik. Sýningin verður þó innan dyra að þessu sinni vegna veðurs og verður í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði.

Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp frábæra sýningu byggða á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Bakkabræður eru 13. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur.

Í dag, sunnudaginn 26. júlí kl. 13:00 verður sýning í Íþróttahúsinu á Siglufirði.  Miðaverð 2900 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. Það er bæði hægt að nálgast miða á staðnum og á tix.is

Bakkabræður er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman.

Leikstjórn: Þórunn Lárusdóttir
Leikarar:  Andrea Ösp Karlsdóttir, Huld Óskarsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Viktoría Sigurðardóttir / Þórdís Björk Þorfinnsdóttir.
Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen
Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Rósa Ásgeirsdóttir, Þórður Gunnar Þorvaldsson.
Höfundar lagatexta: Anna Bergljót Thorarensen og Baldur Ragnarsson
Hljóðhönnun og útsetningar: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Búningahönnun: Kristína R. Berman
Danshöfundur: Viktoría Sigurðardóttir
Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson
Leikmunir: hópurinn