Leikfélag Sauðárkróks sýnir Emil í Kattholti

Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt barnaleikrit í 30 ár, en í desember árið 1984 setti félagið upp Galdrakarlinn í Oz. Frá árinu 2000 hafa barnasýningar verið á dagskrá hjá félaginu að hausti til.  Í haust setur félagið upp leikritið Emil í Kattholti og koma 30 manns að sýningunni. Frumsýning verður laugardaginn 11. október kl. 16 í Bifröst.

Ævintýri Emils eftir Astrid Lindgren eru kunn og voru fyrst sett á svið á Íslandi árið 1988 af Leikfélagi Hafnarfjarðar. Sama ár setti Leikfélag Sauðárkróks verkið upp og endurtekur nú leikinn 26 árum seinna. Tónlistin í verkinu er eftir Georg Riedel og leikstjóri er Páll Friðriksson.
Með hlutverk Emils og Ídu fara systkini sem eru 9 og 13 ára og leikur raunverulegur pabbi þeirra pabba þeirra í leikritinu, hann Anton.

Sýningartímar eru:

Frumsýning laugardag 11. október kl. 16:00
2. sýning sunnudag 12. október kl. 16:00
3. sýning þriðjudag 14. október kl. 18:30
4. sýning miðvikudag 15. október kl. 18:30
5. sýning föstudag 17. október kl. 18:30
6. sýning laugardag 18. október kl. 16:00
7. sýning sunnudag 19. október kl. 16:00
8. sýning þriðjudag 21. október kl. 18:30 (lokasýning)

Miðasala er í síma 849-9434 og einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar.