Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ævintýrabókina

Leikfélag Sauðárkróks sýnir nú verkið Ævintýrabókina, og hefur sýningin farið vel af stað og almenn ánægja með verkið. Alls eru 28 hlutverk í sýningunni sem leikin eru af 25 leikurum.  Foreldrafélag Árskóla og Ársala á Sauðárkróki ásamt foreldrafélagi Varmahlíðaskóla niðurgreiða miðaverð fyrir sína félagsmenn.

Ævintýrabókin er eftir Pétur Eggerz, leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og fara sýningar fram í Bifröst. Miðapantanir eru teknar í síma 849-9434.

Í grófum dráttum er sýningin um Úlfinn í ævintýrinu um Rauðhettu og Úlfinn. Úlfurinn er orðinn leiður á því að lenda í því aftur og aftur að vera skorinn á magan og fylltur af steinum að hann flýr bara yfir í önnur ævintýri sem eru í Ævintýrabókinni. Veiðimaðurinn og Dóra sem er að lesa bókina fara á eftir honum og lenda í ýmsu hjá t.d. Mjallhvíti og dvergunum sjö, Öskubusku, Stígvélaða kettinum og Skógarhöggsmanninum.

Næstu sýningar:

4. sýning – föstudaginn 12. október klukkan 18:00
5. sýning – laugardaginn 13. október klukkan 14:00
6. sýning – sunnudaginn 14. október klukkan 14:00
7. sýning – þriðjudaginn 16. október klukkan 18:00

Lokasýning verður miðvikudaginn 17. október klukkan 18:00.