Leikfélag Sauðárkróks sáu leikhússýningu í Fjallabyggð

Í lok október fóru sextán félagar úr leikhópi Emils í Kattholti sem Leikfélag Sauðárkróks sýndi í haust í leikhúsferð til Ólafsfjarðar. Fyrst var stoppað á Siglufirði og þar sem hópurinn borðaði. Þá var brunað í gegnum  Héðinsfjarðargöng og svo farið á bráðskemmtilega sýningu Leikfélags Fjallabyggðar eftir Guðmund Ólafsson sem nefnist Brúðkaup, en hún var sýnd í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Frá þessu er sagt á vef Leikfélags Sauðárkróks.