Leikfélag Fjallabyggðar óskar eftir fólki til starfa

Það eru spennandi tímar framundan hjá Leikfélagi Fjallabyggðar, á döfinni er stórskemmtilegt verk með söngvum, glensi og gríni og ætlar hópurinn að hittast í kvöld Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Þeir sem hafa áhuga að starfa með Leikfélagi Fjallabyggðar, á sviði eða bakvið tjöldin eru hvött til að mæta í kvöld, mánudaginn 25. janúar kl. 20:00.