Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og KA leika í dag á Ólafsfjarðarvelli kl. 14 í 1. deild karla í knattspyrnu. Búast má við fjölmenni á völlinn, enda fyrsti heimaleikur KF í deildinni í sumar. KA menn ætla einnig að fjölmenna og ætla selja KA-trefla á 2500 kr og grilla hamborgara fyrir KA stuðningsmenn. Það er ekki nema 61 km frá Akureyri á völlinn svo stuðningsmenn eru líklegir til að fjölmenna.

KF hefur byrjað mótið ágætlega, tapaði naumlega gegn Fjölni og gerðu jafntefli við Leikni. KA vann hins vegar Selfoss á útivelli og gerðu jafntefli við Fjölni og hafa því 4 stig í deildinni en KF 1 stig.