Leik KF og Þórs frestað

Búið er að fresta leik KF og Þórs í bikarkeppni karla í knattspyrnu en liðin áttu að mætast á Siglufjarðarvelli í kvöld.

Snjóað hefur á Norðurlandi undanfarna daga og vallaraðstæður bjóða ekki upp á að hafa leikinn í kvöld. Leiknum hefur því verið frestað um tæpa viku en liðin munu mætast þriðjudaginn 22.maí kl. 19:00.

Næsti leikur hjá KF er á laugardaginn og verður spilaður á Ólafsfjarðarvelli en Afturelding mætir þá í heimsókn.

Vegna vallaraðstæðna hefur leikur Magna Grenivík og KA verið færður inn í Bogann en hann fer fram klukkan 19:00 í kvöld.

Strax að þeim leik loknum mætast Dalvík/Reynir og Tindastóll í Boganum en sá leikur var einnig færður inn vegna vallaraðstæðna.