Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar hafa síðustu daga unnið að því að koma upp leiðiskrossum í kirkjugarðinum í Ólafsfirði. Þetta er árlegt verkefni hjá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar.

Áður höfðu þeir félagar komið fyrir priki sem krossinn er svo festur á við leiðin.

Hefð er fyrir því að hittast fyrsta fimmtudag í aðventu í garðinum.