Félagar í Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar tóku daginn snemma og hófu vinnu við að tengja leiðiskrossa í Ólafsfjarðarkirkjugarði. Félagarnir reyndi að halda tveggja metra bilinu á milli sín eins og kostur var. Vinnan gekk hratt og vel enda vant fólk þarna á ferðinni og mætingin góð.
Rótarýklúbburinn hyggst kveikja á krossunum og jólatrénu, fimmtudaginn 3. desember ef aðstæður leyfa.
Myndir með fréttinni eru frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar.
Mynd: Guðmundur Ingi Bjarnason.