Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til reykingar verði bannaðar inn í íbúðum og í sameiginlegu rými Skálarhlíðar, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði. Gamla reglan lagði aðeins til bann við reykingum í sameiginlegu rými hússins en ekki inn í íbúðum íbúa.
Eins var lagt til að gæta að húsfriði milli klukkan 22:00 og 07:00, en áður var miðað við kl. 23:00.
Einnig er lagt til að ef ágreiningur yrði varðandi ofangreindar reglur verður send áminning sem er undanfari riftunar.
Bæjarráð Fjallabyggðar mun taka ákvörðun um þessar breytingar.