Leggja til hækkun farþegagjalds skemmtiferðaskipa í Fjallabyggð

Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarráð að farþegagjald á skemmtiferðaskipum hækki úr 1 evru í 1,25 evru og muni taka gildi 1. janúar 2019. Skipakomur hafa stóraukist síðustu árin með meiri markaðssetningu og kynningu, en það voru 22 skipakomur á síðasta ári og 42 á áætlun þetta árið. Farþegafjöldinn er allt frá rúmlega 50 til 800 manns í hverju skipi sem heimsækir Siglufjörð.