Ný skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fundaði í gær og tók upp mál að nýju er varðar samþykkt um kattahald í Fjallabyggð, en fráfarandi nefndarmenn voru með málið á sínu borði skömmu fyrir kosningar. Í stórum dráttum er lagt til að lausaganga katta verði bönnuð um kvöld og nætur frá 1. maí-15. júlí og tekið er í burtu tilmæli um að hengja bjöllu á kettina.
11. gr. er svohljóðandi í dag:
Tillit til fuglalífs á varptíma:
Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.
11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
Tillit til fuglalífs á varptíma:
Eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.