Leggja til 5% hækkun félagslegra íbúða í Fjallabyggð

Í úttekt KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá Fjallabyggð kemur fram að núverandi leiguverð stendur ekki undir skuldsetningu íbúðasjóðs. Einnig að leiguverð er lægra hjá Fjallabyggð en meðalleiguverð á Norðurlandi eystra sem nemur 22,8%. Er þessi samanburður án Akureyrarbæjar. Leiguverð á hvern fermetra hjá Fjallabyggð er í dag  1115 kr.  Félagsmálanefnd Fjallabyggðar hefur því lagt til við bæjarráð Fjallabyggðar að leiguverð félagslegra íbúða verði hækkað um 5%.  Þetta var rætt á fundi Félagsmálanefndar Fjallabyggðar þann 5. september síðastliðinn.