Leggja áherslu á hringtorg á Siglufirði

Húseigendur að Eyrarflöt 5 á Siglufirði hafa óskað eftir því að útbúið verði einhvers konar hindrun til að verja húsin við Eyrarflöt 1,3 og 5  á Siglufirði fyrir bílaumferð. Litlu hefur munað í umferðaróhöppum að bílar hafi lent á húsveggjum viðkomandi húsa. Húsin snúa einnig að Snorragötu sem liggur í gegnum Siglufjörð og að Héðinsfjarðargöngum. Þarna er meðal annars skammt frá hraðahindrun og strætóstoppistöð en umferð þarna hefur aukist mikið eftir komu Héðinsfjarðarganga.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt ríka áherslu á að Vegagerðin hefji framkvæmdir á hringtorgi við gatnamót Norðurtúns, Snorragötu og Langeyrarvegs á Siglufirði. Framkvæmdin þolir enga bið þar sem þarna hafa orðið alvarleg umferðarslys.

Mynd frá umræddu svæði.

15135885637_522da68c36_k