Laxasetur Íslands á Blönduósi

Laxasetur Íslands er staðsett á Blönduósi en það var formlega opnað í júní 2012. Þar er lifandi sýning laxfiska, saga laxveiða, nýting á laxfiskum ásamt þjóðfræði og fleiru er tengist laxfiskum, umhverfi þeirra og helstu veiðiám er miðlað á fjölbreyttan hátt.

  • Sérstakt barnahorn er í Laxasetri þar sem leiksvæðið er Hrútey í Blöndu.
  • Lítil minjabúð er í Laxasetrinu þar sem fást minjagripir og gjafavara.
  • Í sumar stendur yfir ljósmyndasýning Höskuldar B. Erlingssonar.

Laxasetur Íslands er til húsa að Efstubraut 1, Blönduósi. Opnunartími: mánudaga til föstudaga 10-17, laugardaga og sunnudaga 11-17. Aðgangseyrir: Fullorðnir: 900 kr.,
börn 6-12 ára: 300 kr., frítt fyrir börn yngri en 6 ára.  Nánar á www.laxasetur.is