Fjallabyggð óskar eftir að ráða til sín skjalastjóra í tímabundna afleysingu. Um er að ræða 50% hlutastarf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst en gert er ráð fyrir afleysingu til 31.12.2020. Umsóknarfrestur er til og með 28. október nk.

Skjalastjóri hefur umsjón með frágangi skjalasafns og eftirfylgni með skjalaskráningu. Ábyrgð og umsjón með þróun skjalastefnu og verklags við skjalastjórnun.  Almenn skrifstofustörf og þjónusta við stjórnendur og starfsmenn.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í bókasafns- og upplýsingafræði æskilegt
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Þekking og reynsla á skjalastjórn æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
  • Þekking og reynsla á opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg
  • Frumkvæði, metnaður og nákvæmni í starfi
  • Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar

Hægt er að sækja um starfið á vef Fjallabyggðar.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála í síma 464 9100 eða gudrun@fjallabyggd.is.