Laust starf í Vínbúðinni á Siglufirði

Vínbúðin á Siglufirði leitar að jákvæðum, glaðlyndum og þjónustuliprum einstaklingi sem er tilbúinn að veita framúrskarandi og ábyrga þjónustu. Starfshlutfall er 87%. Umsækjandi skal hafa náð 20 ára aldri. Sakavottorðs er krafist.

 Helstu verkefni og ábyrgð

  1. Sala og þjónusta við viðskiptavini
  2. Framstilling á vöru og vörumeðhöndlun
  3. Umhirða búðar

 

Hæfnikröfur

  1. Reynsla af verslunarstörfum er kostur
  2. Jákvæðni og rík þjónustulund
  3. Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  4. Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar: Sólrún Júlíusdóttir – siglufjordur@vinbudin.is – 467 1262