Laust starf forstöðumanns vinnuskóla Dalvíkurbyggðar

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar hefur auglýst laust starf forstöðumanns vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Um er að ræða starf sem hefur verið í mótun frá sumrinu 2014. Dalvíkurbyggð er fjölmenningarlegt samfélag og þarf viðkomandi að vera góð fyrirmynd, sterkur leiðtogi og hafa áhuga á að vinna með ungmennum. Gildi sviðsins eru virðing, jákvæðni og metnaður.  Starfstími er frá 1. maí – 31. ágúst 2018.  Umsóknarfrestur er til og með 25. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.