Laust starf forstöðumanns Bókasafns Dalvíkurbyggðar

Laust er til umsóknar starf forstöðu­manns Bóka­safns Dalvík­ur­byggðar og Héraðs­skjala­safns Svarf­dæla. Bóka­safn Dalvík­ur­byggðar er almenn­ings­bóka­safn sem þjónar almenn­ingi og skólum. Bóka­safnið er jafn­framt upplýs­inga­mið­stöð sveit­ar­fé­lagsins. Héraðs­skjala­safnið safnar, varð­veitir og skráir skjöl. Einnig er þar unnið að söfnun og skrán­ingu ljós­mynda og lista­verka. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2016.

Dalvík­ur­byggð er 1900 manna sveit­ar­félag við Eyja­fjörð.  Þar er blóm­legt atvinnulíf, öfl ugt menn­ing­arlíf og aðstaða til íþrótta­iðk­unar fram­úr­skar­andi.