Laust starf forstöðumanns Bókasafns Dalvíkurbyggðar
Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Bókasafns Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Bókasafn Dalvíkurbyggðar er almenningsbókasafn sem þjónar almenningi og skólum. Bókasafnið er jafnframt upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins. Héraðsskjalasafnið safnar, varðveitir og skráir skjöl. Einnig er þar unnið að söfnun og skráningu ljósmynda og listaverka. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2016.
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öfl ugt menningarlíf og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi.