Laust staða verkefnisstjóra brothættra byggða í Hrísey og Grímsey

Laus er til umsóknar 100% staða verkefnisstjóra brothættra byggða í Hrísey og Grímsey. Um er að ræða þriggja ára verkefni og verður ráðning tímabundin til þriggja ára. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Brothættar byggðir í Hrísey og Grímsey er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Byggðastofnunar til eflingar byggðar og mannlífs í Hrísey og Grímsey.

Verkefnastjóri brothættra byggða er starfsmaður Akureyrarbæjar og starfar undir stjórn verkefnastjóra atvinnumála. Starfsstöð viðkomandi getur verið á Akureyri, í Hrísey eða Grímsey. Hlutverk viðkomandi er að setja á fót og stýra verkefnunum brothættar byggðir í Hrísey og Grímsey í samstarfi við íbúa og verkefnastjórnir verkefnanna.

Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Albertína Fr. Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála í síma 460 1093 eða 842 4256.

Nánari upplýsingar um starfið er að finna á vef Akureyrarbæjar.