Lausir úr gæsluvarðhaldi á Akureyri

Fjórir einstaklingar grunaðir um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu hafa verið látnir lausir úr gæsluvarðhaldi hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Ekki var talið að rannsóknarhagsmunir krefðust þess lengur að halda þeim, þar sem yfirheyrslur hafa gefið skýrari mynd af því sem átti sér stað.  Rannsóknin heldur áfram og næstu skref snúa að þeim sönnunargögnum sem aflað hefur verið.