Lausar stöður í Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólaliða vantar í 50% starf við Grunnskóla Fjallabyggðar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skólaliðastarfið er blandað starf sem felur í sér ræstingu á skólahúsnæði við Norðurgötu Siglufirði, gæslu á göngum og aðstoð í matsal. Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00. Ráðningin er út skólaárið með hugsanlegum möguleika á ótímabundinni ráðningu.

Stuðningsfulltrúa vantar við Grunnskóla Fjallabyggðar í 75% starf út skólaárið. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felur í sér aðstoð við nemanda í bekk og utan bekkjar ásamt gæslu í frímínútum. Vinnutími er kl. 8.00-14.30.  Umsóknarfrestur er til 31. október.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 464-9150, 845-0467 eða í gegnum netfangið jonina@fjallaskolar.is.