Lausar lóðir í nýrri frístundabyggð við Siglufjörð

Fjallabyggð hefur auglýst nýtt deiliskipulag á aðalskipulagi Fjallabyggðar frá 2008-2028. Á skipulagssvæðinu er skilgreint svæði fyrir frístundabyggð og óbyggt svæði. Þar hafa nú þegar verið reist sex orlofshús. Á svæðinu er gert ráð fyrir að skipulögð verði frístundabyggð fyrir allt að 27 frístundahús ásamt útivistarsvæði. Skipulagssvæðið er u.þ.b. 21,5 ha lands og afmarkast við Skútudalsá í norðri og í austri, flugvallarsvæðinu í vestri og Saurbæjarási í suðri. Vegtenging er að svæðinu frá Siglufjarðarvegi við Héðinsfjarðargöng.

Þeir sem eru áhugasamir um lausar lóðir á þessu svæði við sveitarfélagið Fjallabyggð.

Hægt er að sjá stórt kort af svæðinu hér. Nánari upplýsingar á Fjallabyggð.is