Af gefnu tilefni eru hundaeigendur í þéttbýli í Skagafirði (Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð, Hólum, Steinsstöðum) beðnir um að láta ekki hunda ganga lausa, hvorki sína eigin né þá sem kunna að vera gestkomandi.
Óheimilt er með öllu að láta hunda ganga lausa innan marka þéttbýlis nema nytjahunda þegar þeir eru að störfum og í gæslu eiganda eða umráðamanns. Hundar skulu að öðru leyti ávallt vera
í taumi utanhúss og í fylgd manneskju sem hefur fullt vald yfir þeim.
Hundahald í þéttbýli er leyfisskylt og um það gilda reglur, sem hundaeigendur eiga að kynna sér.