Fjölgun starfa á Norðurlandi

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að fjölga störfum á Norðurlandi með því að flytja þjónustuver sem rekið hefur verið í Reykjavík til Akureyrar og Siglufjarðar. Því eru 5-6 störf þar laus til umsóknar, þar af eitt tímabundið.

Á starfsstöðvum RSK á Akureyri og Siglufirði eru nú 23 starfsmenn sem vinna fyrst og fremst við álagningu einstaklinga, símaþjónustu auk þess að sinna nærþjónustu. Nú er tækifæri fyrir öfluga og jákvæða einstaklinga að ganga til liðs við hópinn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru símsvörun í þjónustuveri og á skiptiborði, upplýsingagjöf um skattamál, afgreiðsla skattkorta og annarra gagna sem viðskiptavinir óska eftir.

Hæfnikröfur

 •  Fáguð framkoma, jákvæðni, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
 •  Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun.
 •  Góð almenn tölvukunnátta.
 •  Gott vald á íslensku í töluðu og rituðu máli.
 •  Enskukunnátta. Önnur tungumálakunnátta kostur.
 •  Öguð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfileika til að vinna undir álagi.
 •  Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í starfi.

Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, en ekki skilyrði. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Þeir sem ráðnir verða til starfa þurfa að reikna með u.þ.b. tveggja vikna grunnþjálfun sem fer að hluta fram í Reykjavík.

Frekari upplýsingar um starfið

 • Vinnutími: Dagvinna
 • Starfshlutfall: 100%
 • Starfssvið:
 • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2013. Umsókn skal fylla út á vef embættisins, rsk.is/starf og láta ferilskrá fylgja með í viðhengi. Umsóknir gilda í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Nánari upplýsingar veitir

Heimild: http://www.rsk.is/um-rsk/laus-storf/