Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi. Um er að ræða 100% stöðu. Kennslugreinar eru almenn kennsla og umsjón á yngsta stigi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
Góðir skipulagshæfileikar.
Ábyrgð og stundvísi.
Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með rúmlega 200 nemendur. Starfstöðvar eru tvær, í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn starfar samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar og Olweusarstefnu gegn einelti.