Laus staða deildarstjóra hjá Leikskóla Fjallabyggðar

Laus er til umsóknar staða deildarstjóra við Leikskóla Fjallabyggðar á deild fyrir 3ja ára börn.
Leikskólinn Leikskálar á Siglufirði er fjögra deilda leikskóli með um 80 börn.  Áhersla lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. október 2016.

Menntunar- og hæfniskröfur:
– Leikskólakennaramenntun er áskilin skv. 3. gr. laga nr. 87/2008.
– Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

Umsóknum skal skilað á skrifstofu leikskólans Brekkugötu 2 eða í tölvupósti olga@fjallaskolar.is.

Umsóknafrestur er til 21. júlí 2016. Nánari upplýsingar um starfið á vef Fjallabyggðar.