Nú er innritun fyrir haustönn lokið í Verkmenntaskóla Akureyrar en þar sem það eru laus námspláss á ákveðnum brautum verður hægt að sækja um nám á þeim brautum. Þeir nemendur sem sækja um skólann eftir að innritun líkur munu ekki fá svör fyrr en í ágúst og sumum umsóknum verður ekki hægt að svara fyrr en í skólabyrjun. 

Það nám sem hægt er að sækja um og eru laus pláss í er: 

Nemendur sem hafa þegar lokið grunndeildum t.d. í húsasmíði, málmiðngreinum (vélstjórn) eða rafiðngreinum geta haft samband og athugað með pláss á þeim brautum. Opið er fyrir umsóknir í ofangreint nám frá fólki á öllum aldri sem uppfylla skilyrði brautanna. 

Innritun í  fjarnám stendur yfir. Í  fjarnámi VMA eru nær allir áfanga skólans til stúdentsprófs og í almennum greinum á starfsnámsbrautum, í boði.